Námskrá og stefnur
Helstu markmið skólastarfsins eru að öllum líði vel í skólanum, að jákvæð samskipti séu ríkjandi og að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast.
Áhersla er lögð á traust og jákvæð samskipti við fjölskyldur barnanna. Á Iðavelli er fjölmenningarlegt samfélag og mikil áhersla er lögð á mál og málörvun til að styrkja grunn barna til náms og þroska. Starfsfólk skólans leggur áherslu á faglegt uppeldis- og menntastarf og horft er til hugmyndafræði Reggio Emilia til grundvallar ásamt barnasáttmála UNICEF.
Einkunnarorð Iðavallar eru Þar er leikur að læra. Í þeim kristallast einkenni leikskólans – að læra gegnum leikinn.
Gildi skólans eru Virðing – Sköpun – Vellíðan og tengjast beint inn í sérkenni Iðavallar, fjölmenningu, Reggio Emilia hugmyndafræðina, barnasáttmálann og því markmiði okkar að öllum líði vel í skólanum.
Viðbótarþjónusta
Sérkennslustefna Iðavallar byggir á hugmyndafræði Skóli fyrir alla og Snemmtæk íhlutun. Hugmyndafræðin Skóli fyrir alla fagnar margbreytileikanum og telur að það sé kostur að börn séu ólík. Í leikskólanum Iðavelli er lögð áhersla á að náms- og félagslegum þörfum allra barna sé mætt þar sem barnið er statt hverju sinni. Fjölbreyttir kennsluhættir eru hafðir að leiðarljósi ásamt hvetjandi námsumhverfi og sveigjanleika. Hvert barn er metið af þeim verðleikum sem það býr yfir og mikilvægt er að barnið finni að það tilheyri skólasamfélaginu.
Sérkennslustefna Iðavallar 2022
Samstarfáætlun Iðavallar og Oddeyrarskóla
samstarfsáætlun iðavallar og oddeyrarskóla haust 2024.pdf
Mótaka nýrra nemenda og foreldra
Móttökusamtal: móttökusamtal
Smelltu á hlekkina til að lesa sjálfar stefnurnar
Læsistefna Iðavallar
Á Iðavelli leggjum við okkur fram um að skipuleggja nám barnanna þannig að þau njóti þess að efla mál sitt og læsi í víðu samhengi í gegnum fjölbreytta reynslu og efnivið. Málörvun í víðum skilningi er hornsteinninn í starfinu. Við leggjum okkur fram um að hafa umhverfið örvandi og efniviðinn við hæfi og aðgengilegan eftir bestu getu. Við leggjum áherslu á leik með stafi og hljóð með góðu aðgengi að skriffærum, leir og öðrum efnivið. Smelltu á hlekkinn að lesa Læsisstefnu Iðavallar
Agastefna Iðavallar
Tilgangur agastefnu Iðavallar er að styrkja starfsfólk við að veita uppbyggilega leiðsögn og að samræma vinnubrögð. Við leggjum okkur fram við að fyrirbyggja erfiða hegðun og auka jákvæða hegðun. Áhersla er lögð á að styrkja og ýta undir jákvæða hegðun. Virðing, sköpun og vellíðan eru gildi Iðavallar og samræmast þau þáttum agastefnunnar: Virðing, vellíðan og fyrirmæli.
Starfslýsing Iðavallar
Starf á Iðavelli felur í sér að starfa í Iðavallar andanum. Við störfum í anda hæglætis, þar sem virðing, samvinna og traust eru allsráðandi. Faglegt sjálfsstæði og samábyrgð eru lykilatriði. Þess vegna er gott að hafa starfslýsingu sem við sammælumst um að vinna eftir.
Menntastefna Akureyrarbæjar
Það er hlutverk Akureyrarbæjar að vinna að velferð og framförum barna, tryggja þeim öruggt námsumhverfi og skapa góðar aðstæður fyrir skapandi og framsækið skólastarf. Allt skólastarf byggir á stefnu yfirvalda um menntun fyrir alla.
Hér má sjá Menntastefnu Akureyrar 2020 -2025