Foreldrastarf
Hér finnur þú upplýsingar um Foreldraráð og Foreldrafélagið
Foreldraráð Iðavallar:
Foreldraráð skipa 3-4 foreldrar/forráðamenn sem kosnir eru að hausti til eins árs í senn.
Helstu hlutverk foreldraráðs eru:
- Fjalla um og gefa umsögn til leikskólans og fræðsluráðs um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða skólahaldið.
- Fylgjast með framkvæmd áætlana og að þær séu kynntar foreldrum.
- Koma á framfæri sjónarmiðum og hugmyndum foreldra til skjólastjórnenda og fræðsluráðs.
- Starfa með skólastjóra að hagsmunum barnanna og leikskólans.
Starfandi foreldraráð skipa eftirfarandi foreldrar:
Tryggvi Gunnarsson (Ylfa)
Hrefna Rut Níelsdóttir (Stella og Ísadóra)
Roar Björn Ottemo (Egill Flóki)

Foreldrafélagið
Starfsemi og árgjald
Foreldrafélag Iðavallar:
Við leikskólann er starfandi foreldrafélag og allir forráðamenn barna verða sjálfkrafa félagar um leið og barnið byrjar í leikskólanum. Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að láta leikskólastjóra vita ef þeir hafna þátttöku í félaginu. Markmið félagsins er að efla tengsl foreldra, barna og starfsfólks, auka þátttöku foreldra í starfi leikskólans og tryggja velferð barnanna sem best. Félagið kemur að ýmsum uppákomum og ferðum sem leikskólinn skipuleggur. Einnig hefur félagið styrkt leikskólann til kaupa á ýmsum kennslugögnum og leikföngum. Helstu viðburðir sem foreldrafélagið styrkir eru jólasveinar og undirleikari á jólaballi, jólagjafir frá jólasveinum á jólaballi og vorhátíð. Aðalfundur félagsins er haldinn að hausti ár hvert, þar sem rædd eru málefni félagsins og stjórn þess endurnýjuð. Í stjórninni sitja 4-8 fulltrúar foreldra/forráðamanna auk formanns. Einnig er einn starfsmaður leikskólans tengiliður við félagið.
Árgjald:
5.000.- fyrir eitt barn
7.500.- fyrir tvö börn
10.000.- fyrir þrjú og fleiri
Stjórn foreldrafélags
Auður Jóna Einarsdóttir (Jökull Þór) Jötunheimur - Formaður audurj91@gmail.com
Katrín Þóra Jonsson (Kristín Alda) Þrymheimur - Gjaldkeri ktejonsson@gmail.com
Líney Úlfarsdóttir (Refur Logi) Þrymheimur - Ritari
Andrea Dique (Dagfari Leonard) Þrymheimur
Paula Del Olmo (Ariel Mateo) Dvergheimur
Roar Björn Ottemo (Egill Flóki) Þrymheimur
Jóhann Gunnar Malmquist (Rosa Sigrún) Jötunheimur
Ólöf Inga Birgisdóttir (Ingólfur) Dvergheimur