
Deildir
Í leikskólanum eru fimm deildir
Símanúmer
Dvergheimur - GSM 617 4040
Álfheimur - s: 414 3745 - GSM 626 5523
Glaðheimur - s: 414 3746 - GSM 626 5517
Þrymheimur - s: 414 3747 - GSM 626 5532
Jötunheimur - s: 414 3748 - GSM 626 5538
Deildir
Í leikskólanum eru fimm deildir - smellið á nöfn deildanna til að lesa meira um þær
Dvergheimur er deild fyrir 1-2ja ára börn og er staðsett í Oddeyrarskóla og er fyrir 24 börn.
Starfsmenn Dvergheims í vetur eru: Þórdís Eva deildarstjóri, Ásdís Hanna, Barbara Maria, Elísabet Sif, Gemma, Jelena, Halla, og Elva Líf.
Á Dvergheimi eru börnin að hefja sína leikskólagöngu og kynnast leikskólalífinu, læra að leika sér saman og vera í hóp. Áhersla er á frjálsan leik, málörvun og sjálfstæði.Álfheimur er deild 1 - 2 ára barna og eru 15-20 börn á deildinni. Starfsmenn Álfheims í vetur eru: Therese deildarstjóri, Ana, Ósk, Annick og Sigfríð
Á Álfheimi kynnast börnin leikskólalífinu, læra að leika sér saman og vera í hóp.
Áhersla er á frjálsan leik, málörvun, sjálfstæði og sköpun.
Glaðheimur er deild 2-3 ára barna og eru 17-20 börn á deildinni. Starfsmenn eru Anna Baddý deildarstjóri, Hjörtur, Kittý, Gulla, og Margo. Ósk hefur umsjón með listasmiðju og krakkajóga í vetur. Hún býður börnunum á Glaðheimi í listasmiðjuna til sín og sér um krakkajógastundir.
Á Glaðheimi erum við enn að kynnast leikskólalífinu og læra að leika okkur saman. Málörvun er hornsteinninn í okkar starfi, við setjum orð á allar okkar athafnir og hvetjum börnin til að tjá sig með orðum. Við leggjum áherslu á sjálfstæði, bæði í vinnubrögðum og daglegu starfi. Þjálfun í félagshæfni er mikilvægur þáttur í starfinu sem og hvatning til sjálfshjálpar við daglegar athafnir.
Þrymheimur er næst elsta deildin á Iðavelli. Þar eru börn á aldrinum 3-4 ára og eru rúmlega 20 börn á deildinni. Starfsmenn á deildinni eru Helen Birta deildarstjóri, Hanna, Sigurbjörg, Alejandra, Álfey og Lilja.
Við fylgjum hugmyndum barnanna og nýtum þær til náms. Við hvetjum börnin til að prófa að gera hlutina sjálf og gera tilraunir, mistakist okkur, prófum við bara aftur.
Við leggjum áherslu á að börnum og starfsfólki líði vel í leikskólanum. Við erum kurteis, bjóðum góðan dag og kveðjum, hvetjum börnin til að biðja um hluti, þakka fyrir sig og nota orðin sín í samskiptum. Þannig styrkjast þau í félagslegum þáttum og með aukinni orðanotkun ganga samskiptin betur.
Lögð er áhersla á sjálfshjálp barnanna líkt og að klæða sig í forstofunni, fá sér að borða í matsalanum og með klósettferðir. Börnin fá aðstoð við það sem þau ráða ekki við og er gaman að sjá aukna getu eftir því sem líður á veturinn.
Við leggjum mikla áherslu á leikinn en í honum fara fram mikil samskipti og eru börnin að móta sig við hin ýmsu hlutverk sem glíma þarf við í daglegu lífi. Eins og fram kom að ofan hvetjum við börnin til að nota orðin sín og ræða við hin börnin ef koma upp árekstrar en að sjálfsögðu grípum við inn í og leiðbeinum þeim ef þess þarf.
Jötunheimur er elsta deildin á Iðavelli og þar eru um 24 börn á aldrinum 5-6 ára.
Starfsmenn deildarinnar eru Inga deildarstjóri, Fríða, Gugga, Rita og Bjarney.
Kennslufræðileg áhersla
Á Jötunheimi vinnum við með hljóð, takt og rím, tölur og talnagildi, hlustun og eftirtekt og margt fleira meðal annars til að undirbúa frekara lestrar-,skriftar og reikningsnám. Við erum með vinnustundir þar sem börnin eru að æfa sig með bókstafi, tölur og hugtök og þar inni er einnig hugað að lesáttinni. Slík vinna er líka fléttuð í allt starf dagsins.
Við vinnum með sjálfbærni, sem felur í sér virðingu fyrir umhverfinu, ábyrgð, heilbrigði og lýðræðisleg vinnubrögð, velferð, lýðræði og mannréttindi. Við gerum það m.a. með því að fara í vinnustaðaheimsóknir og heimsóknir á mismunandi staði í bænum til að börnin þekki umhverfi sitt og læri að ganga um það af virðingu. Börnin kjósa um það sem ágreiningur er um t.d. hvert á að fara í gönguferð eða hvaða bók á að lesa og læra að sætta sig við að meirihlutinn ræður. Þau læra að þau geta haft áhrif á ýmislegt sem gerist í leikskólanum ef þau tjá sig um það.
Við vinnum með jafnrétti sem er að skapa tækifæri fyrir alla til að þroskast og skapa á eigin forsendum. Kennarar eru meðvitaðir um að öll smáatriði skipta máli þegar kemur að jafnrétti. Það skiptir máli hvernig við tölum og hvernig við bregðumst við því sem börnin eru að ræða.Á Jötunheimi er skólasamstarf við Oddeyrarskóla: Samstarfsáætlun 2024-2025