Samráðshópur um málefni fatlaðsfólks
Samráðsvettvangur um þjónustu við fatlað fólk og þróun mála sem varðar fatlað fólk innan sveitarfélagsins Akureyrarbæjar.
Markmið og tilgangur samráðshópsins er að fylgjast með þróun og þjónustu í málefnum fatlaðs fólks innan sveitarfélagsins Akureyrarbæjar. Fatlað fólk skal eiga kost á bestu þjónustu sem unnt er að veita á hverjum tíma og við framkvæmd þjónustunnar skal virðing borin fyrir mannlegri reisn, sjálfræði og sjálfstæði.
Á vettvangi samráðshóps um málefni fatlaðs fólks fer fram almenn stefnumótun og áætlanagerð Akureyrarbæjar í málum sem varða fatlaða íbúa bæjarins.
Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks er skipaður sex fulltrúum og jafnmörgum til vara. Kjörtímabil ráðsins er hið sama og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn kýs þrjá fulltrúa í samráðshópinn til fjögurra ára og þrjá til vara. Hagsmunasamtök fatlaðs fólks í Akureyrarbæ skipa þrjá fulltrúa og þrjá til vara.
Bæjarstjórn kýs formann samráðshópsins en ráðið kýs varaformann og skiptir að öðru leyti með sér verkum.
Aðalfulltrúar
Guðrún Karítas Garðarsdóttir
fulltrúi Akureyrarbæjar, formaður
Þórhallur Harðarson
fulltrúi Akureyrarbæjar
Halla Birgisdóttir Ottesen
fulltrúi Akureyrarbæjar
Sif Sigurðardóttir
fulltrúi Þroskahjálpar NE
Lilja Björg Jónsdóttir
fulltrúi Grófarinnar geðverndarfélags
Elmar Logi Heiðarson
fulltrúi Sjálfsbjargar
Varafulltrúar
Anna Fanney Stefánsdóttir
fulltrúi Akureyrarbæjar
Hildur Brynjarsdóttir
fulltrúi Akureyrarbæjar
Brynjólfur Ingvarsson
fulltrúi Akureyrarbæjar
Friðrik S Einarsson
fulltrúi Grófarinnar geðverndarfélags
Herdís Ingvadóttir
fulltrúi Sjálfsbjargar
Esther Gunnveigsdóttir
fulltrúi Þroskahjálpar NE