Þróunarverkefni
2023-2025 Stilla. Þróunarverkefni um hæglátt leikskólastarf.
Iðavöllur tekur nú þátt í þróunarverkefninu Stilla - hæglátt leikskólastarf. Verkefnið er þriggja ára verkefni og er leitt af Kristínu Dýrfjörð við HA og Önnu Magneu Hreinsdóttur við HÍ. Prófessor Alison Clark höfundur bókarinnar; Slow knowledge and the unhurried child, og prófessor Kari Carlsen við Sørøst Norge eru meðrannsakendur og þátttakendur í verkefninu.
Verkefnið gengur út á að skoða tíma, leik og menntun og samspil þessara þátta í leikskólanum. Meginmarkmiðið er að þróa hæglátt leikskólastarf sem gefur tíma og rúm til rannsóknarnáms í gegnum leik. Rannsóknin fer fram með starfendarannsóknum kennara og uppeldisfræðilegum skráningum á leik og námi barna. Með þessu dýpkar þekking okkar á því hvernig börn læra með því að gefa þeim tíma og næði til að ná flæði í námi sínu. Einnig lærum við betur á hvernig við sem fullorðin og kennarar getum hægt á okkur í erli dagsins, gefið okkur tíma til ígrundunar og þekkingar á eigin starfi og starfsháttum. Við dveljum í núinu ásamt því að rýna framtíðina, gefum okkur tíma til að fara á dýptina í leik og námi og ekki síst tíma til að ræða saman og læra af og með hvert öðru.
Iðavöllur er þátttakandi ásamt leikskólunum Aðalþingi í Kópavogi, Rauðhóli í Reykjavík og Uglukletti í Borgarnesi.
Skýrslur Þróunarverkefna
Hér fyrir neðan er hægt að nálgast útgefnar skýrslur þróunaverkefna Iðavallar
2022 lærum saman. lærdómssamfélag í leikskóla.pdf
2019 þar er leikur að læra íslensku. að tengja tvo heima 2019.pdf
2018 þar er leikur að læra íslensku 2018 foreldrar.pdf
2017 þar er leikur að læra íslensku 2017. nemendur.pdf
2014 Skýrsla, ævintýralegt jafnrétti og námsefni
2011 Útheimur,útideild elstu barna
2008 Fimm ára og fær í flestan sjó
2006 Lengi býr að fyrstu gerð
2005 Bifröst, brú milli heima
2004 Menningarlegur margbreytileiki
2003 Vísindavefurinn: e.learning awards Frábær árangur Iðavalla