Gjaldskrá og afslættir

Hér fyrir neðan eru hlekkir í gjaldskrá leikskóla á vef Akureyrarbæjar og í umsókn um afslátt af leikskóla- og frístundagjöldum í þjónustugátt Akureyrar

Fjölskylduafsláttur er veittur af grunngjaldi. Tenging er á milli dagforeldra - leikskóla - frístundar. Til að njóta fjölskylduafsláttar þurfa börnin að vera skráð á kennitölu sama forráðamanns og með sameiginlegt lögheimili.

Við hvetjum ykkur öll til að fara inná reiknivélina (sjá hlekk hér fyrir neðan) til að athuga hvort þið fáið afslátt á gjöldunum. Athugið að það reiknast líka afsláttur á skráningardaga. Munið að setja inn heildartekjur frá síðasta skattframtali og skila umbeðnum gögnum.

Þeir sem telja sig geta nýtt afslætti vegna tekjutengingar þurfa að skila gögnum í gegnum þjónustugátt á akureyri.is þegar leikskólaganga hefst (sjá hlekk hér fyrir neðan) Umsóknin heitir beiðni um afslátt af leikskóla- og frístundagjöldum.

Athugið að afsláttur af gjöldum er endurreiknaður hjá öllum leikskólabörnum í ágúst ár hvert og þarf að endurnýja umsóknir á hverju ári þar sem afslátturinn er reiknaður út frá skattskyldum tekjum síðasta árs.

Ef foreldrar vilja breyta skólatíma/dvalartíma þá þarf að sækja um það inná Þjónustugátt á akureyri.is / Breytingablað
Sækja þarf um breytingar á skólatíma fyrir 20. hvers mánaðar og miðast breytingar við næstu mánaðamót.

Athugið að hægt er að vera með breytilegan skólatíma, t.d. ef foreldrar eru í vaktavinnu. Því plani þarf að skila til
skólastjóra á sérstöku exel skjali fyrir 20 hvers mánaðar - og það gildir þá fyrir mánuðinn á eftir.