Ný heimasíða Amtsbókasafnsins
Kæru þolinmóðu síðuunnendur! Við kynnum fyrir ykkur nýtt útlit á vefsíðu Amtsbókasafnsins og um leið Akureyrarbæjar!
Kæru þolinmóðu síðuunnendur! Við kynnum fyrir ykkur nýtt útlit á vefsíðu Amtsbókasafnsins og um leið Akureyrarbæjar!
Þessi vinna hefur verið töluverðan tíma í vinnslu og þið sjáið strax miklar breytingar. Þessar breytingar eru enn að síast inn og þið fyrirgefið okkur það vonandi, en fyrst og fremst sjáum við fram á einfaldari vef og myndrænni. Farsímanotendur munu sjá mikinn mun og við höfum mikla trú á því að þetta sé til bóta.
Við erum hluti af vef Akureyrarbæjar og það sést betur núna. Forsíðumynd tekur á móti ykkur fyrst, þar fyrir neðan eru næstu viðburðir hjá okkur og svo fréttayfirlit. Í veftrénu er svo hægt að velja sömu "yfirsíður" og voru í gamla útlitinu (þjónusta, útlán, börn og ungmenni ... o.s.frv.) en allt er orðið einfaldara og ... vonandi betra!!
Ef þið hafið einhverjar tillögur um betrumbætur þá skuluð þið endilega láta okkur vita!
Til hamingju með nýjan vef!!