Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

Ferja frá/til Dalvík: Sæfari

Ferjan Sæfari er með áætlun milli Dalvíkur og Grímseyjar allt árið.  Siglingin tekur um 3 klst. hvora leið og tekur ferjan alls um 106 farþega.

Ferjan Sæfari er með áætlun milli Dalvíkur og Grímseyjar allt árið.  Siglingin tekur um 3 klst. hvora leið og tekur ferjan alls um 106 farþega. Yfir vetrartíman siglir ferjan þrisvar til fjórum sinnum í viku en á sumrin fimm sinnum. Skoðið ávallt uppfærða áætlun Sæfara á síðu Vegagerðarinnar.

Dalvík er um 45 km fyrir norðan Akureyri eða u.þ.b. 40 mín akstur.

Áætlun:
Í töflunni neðst á síðunni má sjá tímasetningu og brottfarastað ferjunnar. Gert er ráð fyrir að siglingin taki um þrjár klukkustundir. Farþegar eru beðnir um að mæta tímanlega fyrir brottför. Takið eftir að á tímabilinu 1 okt. til 14. maí stoppar ferjan aðeins um 2 tíma í Grímsey.

Bókun
Einungis er hægt að bóka miða á heimasíðu Vegagerðarinnar sjá hér og um borð í ferjunni. Mælt er með því að bóka fram í tímann á sumrin, því ferjan er oft vel bókuð.
Hægt er að sigla fram og til baka eða eingöngu aðra leiðina og flug á móti sjá norlandair.is
Bókun bíla fer einnig fram á vef ferjunnar, sjá hér.
Til að bóka stærri varning með ferjunni þarf að hringja í síma +354 8532211 eða senda póst á netfangið saefari@vegagerdin.is
Athugið að ef flytja á bíl eða farm (stærri vöruflutningar) eru farþegar beðnir um að mæta a.m.k. klukkustund fyrir brottför.

Fullbókað?
Ef fullbókað er í ferjuna skal hafa samband í síma +354 8532211 eða senda póst á netfangið ams@vegagerdin.is, því ekki eru alltaf öll sæti sýnd eða hægt að láta færa sig á biðlista.

Til að þrýsta á að framboð og þjónusta við viðskiptavini Grímseyjar sé gott óskum við eftir viðbrögðum ykkar!
Við hvetjum því farþega sem ekki fá far eða svar varðandi samgöngur til Grímseyjar að senda okkur póst á info@vistakureyri.is svo við getum þrýst á úrbætur við Vegagerðina.

Samgöngur til og frá ferjunni 

Strætó nr. 78 fer frá Akureyri alla virka daga kl. 08.10 með komu til Dalvíkur kl. 08.51 (skv. áætlun 2025, sjá einnig hér). Stoppað er við Olís bensínstöðina á Dalvík og þaðan er gengið að höfninni u.þ.b. 650 m eða um 10 mín ganga (sjá kort ). Stundum er hægt að biðja bílstjórann um að stoppa nær bryggjunni ef vel stendur á.

Athugið að mjög stuttur tími er á milli komu strætó og brottfarar ferju (ferjan fer kl. 9.00)!

Engar almenningssamgöngur eru í boði þegar komið er frá Grímsey.
Farþegar geta pantað leigubíl hjá Dalvík Taxi í síma 8920808 eða netfangið: olivermidlarinn@gmail.com.

Næg bílastæði eru við höfnina á Dalvík fyrir þá sem eru á bíl og eru þau gjaldfrjáls.
Fyrir þá sem vilja frekar fara í flugi má skoða vef flugfélagsins Norlandair: www.norlandair.is 

Umsjónaraðili ferjunnar

Vegagerðin sér um rekstur Sæfara www.vegagerdin.is
Sími 1777 eða (+354 5221100) Opið 6.30-20.00 alla daga.

15. janúar til og með 14. maí

Vetur/WinterMánudaga/ MondaysMiðvikudaga/ WednesdaysFimmtudaga/ ThursdaysFöstudaga/ Fridays
Dalvík9:009:009:009:00
Grímsey14:0014:0014:0014:00

1. október til og með 14. janúar

Vetur/WinterMánudaga/ MondaysMiðvikudaga/ WednesdaysFöstudaga/ Fridays
Dalvík9:009:009:00
Grímsey14:0014:0014:00

15.-31. maí og 1.-30. september

Sumar/SummerMánudaga/ MondaysMiðvikudaga/ WednesdaysFimmtudaga/ ThursdaysFöstudaga/ Fridays
Dalvík9:009:009:009:00
Grímsey16:0016:0014:0016:00

1. júní til og með 31. ágúst

Sumar/SummerMánudaga/ MondaysMiðvikudaga/ WednesdaysFimmtudaga/ ThursdaysFöstudaga/FridaysSunnudaga/ Sundays
Dalvík9:009:009:009:009:00
Grímsey17:0017:0014:0017:0016:00