Beint í efni

Búseta eldri borgara

Öruggt og þægilegt líf á efri árum – fjölbreytt búsetuúrræði fyrir 60+

Í bænum eru nokkur fjölbýlishús ætluð aldurshópnum 60+ en þar er aðallega um að ræða eignaríbúðir og best að snúa sér 
til fasteignasala til að fá upplýsingar um framboð á slíkum íbúðum.  

Nokkar félagslegar leiguíbúðir eru sérstaklega ætlaðar þessum aldurshópi sem vegna félagslegrar aðstæðna og lágra tekna geta ekki séð sér fyrir húnsæði.   

Ef þörf fyrir stuðning er meiri en hægt er að veita heim er hægt að sækja um hjúkrunarheimili.

Það er gert með því að fylla út umsókn um færni- og heilsumat inn á Ísland.is á slóðinni: https://island.is/faerni-og-heilsumat