Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

Skammtíma- og skólavistun

Markmið skammtímavistunar er að létta álagi af fjölskyldum, veita einstaklingum tilbreytingu og stuðla að því að þeir geti búið sem lengst í heimahúsum.

Skammtímavistun

Fjölskyldur barna með fötlun geta nýtt sér skammtímavistun fyrir börnin þegar þörf krefur. Sama þjónusta stendur einnig til boða fyrir ungmenni og fullorðna með fötlun sem búa í heimahúsum.

Markmið þjónustunnar er að létta álagi af fjölskyldum, veita einstaklingum tilbreytingu og stuðla að því að þeir geti búið sem lengst í heimahúsum.

Skipulag þjónustunnar fer þannig fram að þrisvar sinnum á ári er ákveðið hvernig hún verður útfærð fyrir næsta tímabil. Þá er óskað eftir ábendingum og óskum frá núverandi notendum áður en þjónustan er endurskipulögð, og nýir umsækjendur geta bæst við. Umsóknir eru þó afgreiddar jafnóðum og þær berast.

Í skammtímavistun leggjum við áherslu á að:

  • Skapa aðstæður þar sem fatlaðir gestir fá tækifæri til að kynnast og eiga samskipti við aðra í gegnum leik og starf.
  • Tryggja að gestir taki þátt í öllum störfum eftir getu og vilja.
  • Láta þjálfun fléttast inn í leik og dagleg störf á náttúrulegan og ósýnilegan hátt.
  • Stuðla að því að hver gestur fái notið sín á eigin forsendum.
  • Veita upplyftingu og skemmtun sem hentar hverjum og einum.

Skólavistun fyrir fötluð börn

Fötluð börn á aldrinum 10 – 16 ára eiga rétt á lengdri viðveru eftir skóla til kl. 17:00. Yfir sumartímann er rekin sumarvistun fyrir fötluð börn á aldrinum 6 – 16 ára. Gjaldskrá skólavistunar í Þórunnarstræti 99 fylgir gjaldskrá grunn- og leikskóla Akureyrarbæjar.

Aðsetur: Þórunnarstræti 99
Sími: 462-2756
Forstöðumaður er með símatíma frá kl. 10:00-12:00.

Fyrir nánari upplýsingar má hafa samband við Velferðarsvið Akureyrarbæjar, Glerárgötu 26, sími 460 1000, velferdarsvid@akureyri.is. Afgreiðslutími er virka daga kl. 9-15.