Heimili fyrir börn
Heimili fyrir börn er búsetuúrræði sem leggur áherslu á einstaklingsmiðaða þjónustu og náið samstarf við foreldra.
Heimili fyrir börn er búsetuúrræði fyrir eitt til tvö börn sem eiga þar fast heimili. Ásamt því er sérhæfð skammtímaþjónusta og skóla- og sumarvistun fyrir börn sem vegna þjónustuþyngdar og fötlunar geta ekki nýtt sér skólavistun og/eða skammtímaþjónustu fatlaðra barna. Heimilið er einnig neyðarvistun fyrir notendur þjónustunnar.
Þjónustuþegar eru börn og á forræði foreldra. Engar ákvarðanir um þjónustu eru teknar án samráðs við þá og þjónustuþega eftir því sem við á. Einungis eru tvö börn í dvöl á heimilinu á hverjum tíma.
Mikil áhersla er lögð á að heimilið sé sem annað heimili barnanna í stað stofnunar. Rík áhersla er lögð á góð og jákvæð samskipti og nána samvinnu við foreldra og aðra nákomna börnunum í skipulagi þjónustunnar.
Ráðgjafi í sérhæfðri ráðgjöf í málefnum fatlaðra barna og fjölskyldum þeirra og/eða forstöðumaður veita frekari upplýsingar.
Velferðarsvið Akureyrarbæjar, Glerárgötu 26, sími 460 1000, velferdarsvid (hjá) akureyri.is. Afgreiðslutími er virka daga kl. 9-15. Forstöðumaður Heimilis fyrir börn er með síma (354) 460-1418, Gsm: 670-8570.