Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

Farsæld barna

Á Íslandi hafa ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna tekið gildi.

Öll börn og foreldrar skulu hafa aðgang að tengilið þjónustu sem styður við farsæld barns eftir þörfum. Frá meðgöngu og fram að skólagöngu er tengiliðurinn í heilsugæslu en þegar barn er í leik-, grunn- eða framhaldsskóla gegnir starfsmaður skólans þessu hlutverki. Tengiliðurinn veitir fyrst og fremst upplýsingar, aðstoðar foreldra og barn og styður við samþættingu þjónustu á fyrsta stigi í samræmi við óskir foreldra og/eða barns.

Foreldrar og börn geta alltaf leitað sjálf til tengiliðar í nærumhverfi barnsins og óskað eftir samþættri þjónustu. Þá er hægt að senda beiðni um tengilið í gegnum Þjónustugátt Akureyrarbæjar. Smellt er á Umsóknir, uppsagnir o.fl. eyðublöð og svo smellt á kaflann Farsæld barna – beiðni um samþættingu þjónustu / tengilið til að sjá formið fyrir beiðnina.

Lesa meira um farsæld barna.

Upplýsingar um tengiliði

Málstjóri

Barn sem hefur þörf fyrir fjölþætta þjónustu á öðru og/eða þriðja stigi til lengri tíma fær málstjóra frá félagsþjónustu eða barnavernd. Hlutverk málstjóra er að veita frekari upplýsingar og ráðgjöf og leiða samþættingu þjónustu. Málstjóri ber ábyrgð á gerð stuðningsáætlunar og stýrir stuðningsteymi og fylgir því eftir að þjónusta sé veitt í samræmi við áætlun.

Samþætting er unnin samkvæmt Lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem tóku gildi 1. janúar 2022. Farið er með persónulegar upplýsingar málsaðila skv. ströngustu reglum um persónuvernd og gögn vistuð skv. lögum þar að lútandi.