Beint í efni

Aðgerðaáætlun - 4. Loftgæði og heilsa

Mikilvægt er að bæta loftgæði á Akureyri þar sem svifryksmengun og útblástur eru með stærri umhverfisvandamálum sem bærinn stendur frammi fyrir.

Loftmengun er jafnframt lýðheilsuvandamál en áætlað er að árið 2020 hafi mátt rekja sextíu ótímabær dauðsföll á Íslandi til útblástursmengunar, skv. skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu. Markmið stjórnvalda er að árið 2029 fari svifryk aldrei yfir heilsuverndarmörk af völdum umferðar og því hefur Akureyrarbær verk að vinna.

Markmið aðgerða kaflans er helst að bæta loftgæði í bænum, sem hefur bein áhrif á heilsu íbúa. Auk þess munu aðgerðirnar auðvelda bænum að ná markmiðum sínum í loftlagsmálum og standa við þar að lútandi skuldbindingar sínar. Markmiðið er að auðvelda íbúum og fyrirtækjum í bænum að taka ákvarðanir í samræmi við markmið bæjarins í loftlagsmálum.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Aðgerðir í þessum kafla tengjast eftirfarandi heimsmarkmiðum:

4.1. Loftlagsstefna Akureyrarbæjar

Aðgerð: Gera heildstæða umhverfis- og loftslagsstefnu til 2030 ásamt aðgerðaráætlun til þriggja ára. Hliðsjón er tekin af skuldbindingum bæjarins í GCoM.

Framkvæmd: Vinna heildstæða umhverfis- og loftslagsstefnu til 2030 ásamt aðgerðaráætlun fyrir þrjú ár í senn.

Markmið: Að auðvelda bænum að ná markmiðum sínum í loftlagsmálum. Að auðvelda íbúum og fyrirtækjum í bænum að taka ákvarðanir í samræmi við kvaðir bæjarins í loftlagsmálum. 

Ábyrgð: Sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs

Staða: Stefna samþykkt í bæjarstjórn í maí 2022. Aðgerðaráætlun samþykkt ...

4.2. Draga úr myndun svifryks

4.3. Upplýsa íbúa um loftmengun

Aðgerð: Upplýsa íbúa um möguleg heilsufarsleg áhrif vegna loftmengunar.

Framkvæmd: Með átaki á samfélagsmiðlum.

Markmið: Að fólk sé meðvitað um heilsufarsleg áhrif loftmengunar í andrúmslofti og hvernig sé best að bregðast við þegar mengun er mikil.

Ábyrgð: Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og  forstöðumaður atvinnu- og menningarmála

Staða

4.4. Bæta umhirðu gatna

Aðgerð: Auka götusópun, þvott og rykbindingu til að draga úr svifryki í andrúmslofti.

Framkvæmd: Meta þörf á aukningu ásamt því að yfirfara núverandi verkferla og samninga.

Markmið: Bæta loftgæði og bæta ásýnd bæjarins.

Ábyrgð: Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála

Staða