Beint í efni

Aðgerðaáætlun - 2. Breyttar ferðavenjur

Breyttar ferðavenjur ganga út á að hvetja og gefa íbúum kost á að nýta sér vistvænni ferðamáta, sem og að minnka ferðaþörf íbúa.

Breyttar ferðavenjur ganga út á að hvetja og gefa íbúum kost á að nýta sér vistvænni ferðamáta, sem og að minnka ferðaþörf íbúa. Minni notkun fólksbíla dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnkar umferðarálag, dregur úr viðhaldskostnaði á samgöngumannvirki og minnkar umhverfisáhrif. Efling fjölbreyttra vistvænna ferðamáta mun því ekki einungis hafa í för með sér ávinning fyrir umhverfið heldur einnig fyrir efnahag og lýðheilsu. Að auki stuðlar sú þróun að auknu umferðaröryggi í bænum.

Markmiðið er að stuðla að því að Akureyringar noti vistvæna og hagkvæma ferðamáta og að hjólandi, gangandi og almenningssamgöngur njóti forgangs við skipulag byggða og nýframkvæmda.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Aðgerðir í þessum kafla tengjast eftirfarandi heimsmarkmiðum:

2.1. Vistvænar ferðavenjur

2.2. Nýtt stígakerfi

Aðgerð: Halda áfram að innleiða nýtt stígakerfi sem verður hluti af aðalskipulagi, þar sem tengja á göngu- og hjólastíga við útivistarsvæði, nágrannasveitarfélög og fjölsótta áningarstaði. Sjá ,,Stígakerfi Akureyrar”. Aðskilja gangandi og hjólandi umferð á stofnbrautum.

Framkvæmd: Forgangsröðun framkvæmda í fyrirhugaðri uppbyggingu stígakerfis skal fyrst og fremst unnin með það að markmiði að auka sem hraðast hlut gangandi og hjólandi sem samgöngumáta.

Markmið: Að draga úr bílaumferð og stuðla að bættum og fjölbreyttari samgöngum fyrir þá íbúa sem velja að ferðast ekki um á einkabíl. Jafnframt að ná fram markmiðum bæjarins um byggðaþróun og -mynstur eins og kemur fram í gildandi skipulagi.

Ábyrgð: Skipulagsfulltrúi og forstöðumaður nýframkvæmda og viðhalds gatna og stíga

Staða: Uppbygging stígakerfisins er í fullum gangi.

2.3. Samgöngur án einkabíls

2.4. Þétting byggðar

Aðgerð: Tryggja að stefnu bæjarins um þéttingu byggðar sé framfylgt, en sú stefna stuðlar að aukinni göngu- og hjólaumferð, og að grunnþjónusta við íbúa sé í göngu/hjóla fjarlægð.

Framkvæmd: Fylgja eftir stefnu Akureyrarbæjar um þéttingu byggðar og tryggja að hún viðhaldist í skipulagi komandi ára.

Markmið: Að þróun byggðaþéttingar á Akureyri sé stöðug og tryggt sé að í skipulagi komandi ára sé þessari þróun viðhaldið.

Ábyrgð: Skipulagsfulltrúi

Staða: 

2.5 Upplýsingar og fræðsla

2.6. Lokun göngugötu og Listagils

Aðgerð: Endurskoða skal reglulega verkreglur um lokanir gatna í miðbænum.

Framkvæmd: Nýta skal lokanir á götum, t.d. göngugötunni og listagilinu vegna hverskonar menningarviðburða. Loka skal göngugötunni fyrir bílaumferð á sumrin.

Markmið: Draga úr loft- og hávaðamengun og efla mannlíf í miðbænum. 

Ábyrgð: Skipulagsfulltrúi

Staða: Í framkvæmd.