Beint í efni

Aðgerðaáætlun - 1. Hrein orka

Aðgerðir í þessum kafla stuðla að aukinni notkun vistvænna orkugjafa og þar af leiðandi samdrætti í notkun olíu.

Samkvæmt losunarbókhaldi bæjarins fyrir árið 2020 var heildarlosunin 151.000 tonn CO2-íg, þar af 55.000 tonn frá samgöngum á landi. Því er ljóst að orkuskipti í samgöngum eru eitt helsta tækifærið til úrbóta í orkumálum bæjarins. Meginmarkmið bæjarins er að ná fullum orkuskiptum fyrir árið 2040.

Markmið eftirtalinna aðgerða eru margþætt, en þau eru meðal annars að draga úr losun frá samgöngum og framkvæmdum, bæta loftgæði og lækka kostnað. Auka tækifæri fyrir bæjarbúa til að minnka kolefnisspor sitt og nýta hreina innlenda orkugjafa. Bæta orkunýtni. Auka skilning almennings á mikilvægi orkuskipta í samgöngum. Að orkuþörf Grímseyjar verði að fullu mætt á umhverfisvænni máta en nú er gert. Að draga úr brennslu jarðefnaeldsneytis í höfnum bæjarins.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Aðgerðir í þessum kafla tengjast eftirfarandi heimsmarkmiðum:

1.1. Vistvænni ferðir starfsmanna á vegum Akureyrarbæjar

1.2. Vistvænni mannvirkjagerð

1.3. Orka í samgöngum

1.4. Vistvænt eldsneyti

Aðgerð: Auka framboð á vistvænu eldsneyti í sveitarfélaginu. Vinna að Svansvottun vistvæns eldsneytis sem framleitt er á svæðinu.

Framkvæmd: Skoða leiðir til að auka framboð og nýtingu á vistvænu eldsneyti, t.d. sem hluta af líforkuveri í Eyjafirði. Halda áfram þeirri vinnu sem nú þegar er hafin í tengslum við Svansvottun metans á Akureyri. 

Markmið: Að vistvænt eldsneyti verði áfram valkostur sem orkugjafi fyrir íbúa og rekstraraðila í sveitarfélaginu.

Ábyrgð: Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Vistorka

Staða: Í undirbúningi

1.5. Orkuskipti í Grímsey

Aðgerð: Vinna að fjölbreyttum lausnum sem henta til að mæta orkuþörf Grímseyjar sem er ótengd meginkerfi landsins.

Framkvæmd: Meta komandi þörf fyrir orku og þá kosti sem geta verið staðgenglar núverandi lausnar. Mögulegar lausnir gætu verið í formi vindmylla, sólarsella og að blanda lífdísli við dísilolíu á rafstöðvar.

Markmið: Að Grímsey verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2030.

Ábyrgð: Forstöðumaður viðhalds og Vistorka.

Staða: Tilraunir með sólar- og vindorku standa yfir.

1.6. Rafvæðing hafna

Aðgerð: Halda áfram rafvæðingu hafna og skoða möguleikana á að hafa innviðina einnig tilbúna fyrir stærri skip en nú er gert ráð fyrir.

Framkvæmd: Halda áfram samstarfi hafnaryfirvalda, veitufyrirtækja og ríkisins um lausnir á stærri tengingum og hagstæðari innkaupum.

Markmið: Að komið verði upp landtengingu við Tangabryggju og Torfunefsbryggju a.m.k. 1,5 MW hvor fyrir lok árs 2026.

Ábyrgð: Hafnarstjóri

Staða: Í undirbúningi

1.7. Framtíð án jarðefnaeldsneytis

Aðgerð: Búa sveitarfélagið undir framtíð án jarðefnaeldsneytis og hefja samtal við lóðarhafa sölustaða jarðefnaeldsneytis um framtíðarnotkun þeirra svæða sem í dag fara undir slíka starfsemi.

Framkvæmd: Gera áætlun um framtíð án jarðefnaeldsneytis í Akureyrarbæ.

Markmið: Að áætlun verði tilbúin fyrir lok árs 2025. 

Ábyrgð: Skipulagsfulltrúi 

Staða: Í undirbúningi