Vinabæir Akureyrar
Vináttusamband á sviði menningarmála, menntunar, íþróttamála og viðskipta.
Ålesund, Noregi
Skoða vefÅlesund í Noregi er hluti af Norrænu vinabæjakeðjunni. Samstarfið má rekja til ársins 1940 en aðild Akureyrar að henni var samþykkt árið 1953.
Lahti, Finnlandi
Skoða vefLahti í Finnlandi tilheyrir Norrænu vinabæjakeðjunni. Samstarfið má rekja til ársins 1940 en aðild Akureyrar að henni var samþykkt árið 1953.
Randers, Danmörku
Skoða vefRanders í Danmörku er hluti af Norrænu vinabæjakeðjunni. Samstarfið má rekja til ársins 1940 en aðild Akureyrar að henni var samþykkt árið 1953.
Västerås, Svíþjóð
Skoða vefVästerås í Svíþjóð er hluti af Norrænu vinabæjakeðjunni. Samstarfið má rekja til ársins 1940 en aðild Akureyrar að henni var samþykkt árið 1953.
Gimli, Kanada
Skoða vefVinabæjasamskipti við Gimli hófust árið 1975 og samkomulag undirritað í Gimli á hátíð í tilefni af hundrað ára afmæli landnáms Íslendinga í Manitoba. Samskipti hafa alltaf haldist en verið mismikil eftir tímabilum.
Narsaq, Grænlandi
Skoða vefVinabæjasamskipti milli Narsaq og Akureyrar voru samþykkt árið 1975. Nokkuð hefur verið um heimsóknir og samskipti, mismikil eftir tímabilum.
Vágur, Færeyjum
Skoða vefSkrifað var undir viljayfirlýsingu í ferð fulltrúa Akureyrarbæjar til Vágs árið 2002. Sú heimsókn og leit að vinabæ í Færeyjum var að frumkvæði Akureyrar. Fulltrúar Vágs komu í heimsókn til Akureyrar árið eftir. Ákveðið var að reyna að stuðla að samskiptum t.d. á sviði menningar, íþrótta og skólamála.
Denver, Bandaríkjunum
Skoða vefHinn 9. maí 2012 var undirrituð á Akureyri viljayfirlýsing um að komið verði á formlegu vinabæjasambandi á milli Denver og Akureyrar í náinni framtíð með áherslu á samvinnu á sviði menningarmála, menntunar og viðskipta.
Martin, Slóvakíu
Skoða vefHinn 10. nóvember 2023 var undirritað í Martin í Slóvakíu samkomulag um vináttusamband sem felur í sér samvinnu á sviði menningarmála, menntunar, íþróttamála og viðskipta.
Akureyrarbær og Murmansk í Rússlandi skrifuðu undir vinabæjasamkomulag árið 1994 en samstarfinu var hinsvegar formlega slitið 15. nóvember 2022 vegna innrásar rússneskra stjórnvalda í Úkraínu.