Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

Gránufélagsgata 24 - íbúðalóð laus til úthlutunar

519,4 m² lóð þar sem byggja má tvær hæðir og ris. Val er um að byggja parhús með tveimur íbúðum eða fjölbýlishús með allt að fjórum íbúðum.

Akureyrarbær auglýsir lóðina Gránufélagsgötu 24 á Oddeyri lausa til úthlutunar.

Lóðin er innan deiliskipulags fyrir suðurhluta Oddeyrar sem tók gildi árið 1997. Í lok árs 2023 tók í gildi breyting á deiliskipulagi sem nær til Gránufélagsgötu 22 og 24 og gildir eftirfarandi um uppbyggingu á lóð 24:

Um er ræða 519,4 m² lóð þar sem byggja má tvær hæðir og ris. Val er um að byggja parhús með tveimur íbúðum eða fjölbýlishús með allt að fjórum íbúðum. Lóðin er þegar byggingarhæf.

Hér má nálgast úthlutunarskilmála fyrir lóðina og mæliblað.

Senda þarf inn umsókn með rafrænum hætti í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar innan auglýsts frests sem er kl. 12:00 miðvikudaginn 23. apríl 2025.