Byggingarréttargjald
Greiða skal byggingarréttargjald af úthlutuðum lóðum í landi Akureyrarbæjar til samræmis við eftirfarandi:
Flokkur | Íbúðalóðir | Kr. pr. fm húss |
---|---|---|
1 | Einbýlishús | 25.554 |
2 | Par-, rað-, tvíbýlis- og keðjuhús | 20.443 |
3 | Fjölbýlishús | 15.332 |
- | Lóðir til annarra nota | |
4 | Verslunar-, skrifstofu- og þjónustuhúsnæði | 5.111 |
5 | Iðnaðar-, geymslu- og annað atvinnuhúsnæði | 5.111 |
6 | Aðrar byggingar | 5.111 |
Stofn til álagningar byggingarréttar miðast við heimilað byggingarmagn á lóð skv. skipulagi.
Byggingarréttargjald hækkar eða lækkar 1. hvers mánaðar samkvæmt byggingarvísitölu Hagstofu Íslands.
Gjaldskrá gatnagerðar- og byggingarréttargjalda í Akureyrarbæ má sjá hér.
Nánar um byggingarréttargjald
- Flatarmál húsa, sem byggingarréttargjald er greitt af, er brúttóflatarmál viðkomandi húsbyggingar í lokunarflokknum A. Ekki er greitt gatnagerðargjald af húsbyggingum í lokunarflokki B og C.
- Heimilt er að selja eða leita eftir tilboðum í byggingarrétt lóða í landi Akureyrarbæjar og skal þá fyrrgreint byggingarréttargjald vera lágmarksgjald.
- Tilgreina skal upphæð byggingarréttargjalds eða lágmarksgjald lóða í útboðsskilmálum.
- Bæjarstjórn er heimilt að lækka eða fella niður byggingarréttargjald af einstökum lóðum í sveitarfélaginu við sérstakar aðstæður, svo sem vegna þéttingar byggðar samkvæmt skilgreiningu í aðalskipulagi, sérstakrar atvinnuuppbyggingar, uppbyggingar sérhæfðs félagslegs húsnæðis eða lítillar ásóknar í viðkomandi lóð.
- Af sameiginlegum bifreiðageymslum fyrir þrjár eða fleiri bifreiðar skal greiða 25% af fermetragjaldi þeirra húsa sem þær eiga að þjóna. Á þróunar- og þéttingarreitum skal semja um byggingarréttargjald sérstaklega áður en framkvæmdir hefjast eða áður en deiliskipulag hefur tekið gildi. Jafnframt skal semja um byggingarréttargjald áður en framkvæmdir hefjast í tilvikum þar sem aukning á byggingarmagni leiðir af sér aukna innviðauppbyggingu á svæðum sem eru ekki skilgreind sem þróunarreitir.
- Byggingarréttargjald miðast við byggingarvísitölu í janúar 2025 og skal uppfært eftir byggingarvísitölu 1. hvers mánaðar.
Síðast uppfært 31. mars 2025