Beint í efni

Vefur í vinnslu

Fasteignagjöld

Eigendur fasteigna greiða fasteignagjöld til sveitarfélagsins. Gjöldin byggja á fasteignamati húsa og lóða ásamt stærð eigna. Álagningarstofninn er fenginn úr fasteignaskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar 31. desember ár hvert.

Gjalddagar fasteignagjalda 2025 eru 8, 3. dagur hvers mánaðar frá febrúar til september. 
Gjalddagi fasteignagjalda lægri en 29.000 kr., er 3. febrúar 2025.
Gjalddagar fasteignagjalda , sem lögð eru á nýjar eignir á árinu, eru jafn margir og almennu gjalddagarnir sem eftir eru ársins þegar álagning fer fram.
Frá 1. september er einn gjalddagi vegna nýrra eigna, 3. dagur hvers mánaðar eftir álagningu.

Fasteignaskattur, hlutfall af heildarfasteignamati húsa og lóða2025
a) Íbúðarhúsnæði0,31%
b) Sjúkrastofnanir, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn1,32%
c) Annað húsnæði en í lið a) og b)1,63%
Lóðarleiga, hlutfall af fasteingamati lóða2025
a) Íbúðarhúsnæði0,50%
b) og c) annað húsnæði en íbúðarhúsnæði2,80%
Vatnsgjald, fastagjald á matseiningu og fermetrar eignar2025
Vatnsgjald á íbúðarhúsnæði, fast gjald á íbúð12.586 kr.
Vatnsgjald á íbúðarhúsnæði, fast gjald á fermetra188,7 kr.
Vatnsgjald á öðru húsnæði en íbúðum, fast gjald á eign25.173 kr.
Vatnsgjald á öðru húsnæði en íbúðum, fast gjald á fermetra188,7 kr.

Hámark vatnsgjalds er 0,5% af fasteignamati matshlutar eignar.

Liggi ekki fyrir upplýsingar um flatarmál fasteignar í fasteignaskrá skal gjaldið taka mið af fasteignamati, þ.e. vera 0,15% af fasteignamati matshluta.

Bílskúrar og sambærilegt húsnæði sem stendur við íbúðarhús er undanþegið fastagjaldi.

Árlegt vatnsgjald af frístundarhúsi er 12.586 kr. og 188,7 kr. pr. fermetra, þó aldrei lægra en kr. 35.625.

Árlegt vatnsgjald af bændabýli fylgir vatnsgjaldi fyrir íbúðarhúsnæði.

Fyrir útihús er ekki greitt fastagjald á matseiningu en greitt hálft fermetragjald.

Fráveitugjald2025
Fráveitugjald á íbúðarhúsnæði, gjald á íbúð15.138 kr.
Fráveitugjald á íbúðarhúsnæði, fast gjald á hvern fermetra357,7 kr.
Fráveitugjald á öðru húsnæði en íbúðum, gjald á íbúð15.138 kr.
Fráveitugjald á öðru húsnæði en íbúðum, fast gjald á hvern fermetra357,7 kr.

Fráveitugjald samanstendur af fastagjaldi fyrir hverja matseiningu og gjaldi fyrir hvern fermetra skv. fasteignamati.

Bílskúrar og sambærilegt húsnæði se mstendur við íbúðarhús er undanþegið fastagjaldi.

Liggi ekki fyrir upplýsingar um flatarmál fasteignar í fasteignaskrá skal gjaldið taka mið af fasteignamati, þ.e. vera 0,5% af fasteignamati matshluta.

Hámarks fráveitugjald er 0,4% af fasteignamati en þó þannig að ætíð greiðist lágmarksgjald sbr. hér að neðan.

Gert er ráð fyrir að fjölbýlishús, par- og raðhús o.s.frv. séu með óskipta lóð og einungis ein tvöföld tenging sé fyrir hverja lóð.

Sé óskað eftir fleiri tengingum inn á lóð greiðist það sérstaklega.

Sé sótt um stærri heimlögn en getið er hér að ofan þarf að snúa sér til Norðurorku með fyrirspurn um verð. Sama á við ef aðstæður eru óvenju erfiðar þannig að ætla má að tengikostnaður sé úr takti við almennar tengingar.

Vatnsgjald og fráveitugjald (holræsagjald) leggst á nýjar eignir þegar þær teljast fokheldar skv. fasteignamati.