Bæjarráð - 3888
- Kl. 08:15 - 09:31
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3888
Nefndarmenn
- Heimir Örn Árnasonformaður
- Hulda Elma Eysteinsdóttirvaraformaður
- Hlynur Jóhannsson
- Sunna Hlín Jóhannesdóttir
- Hilda Jana Gísladóttir
- Jón Hjaltasonáheyrnarfulltrúi
- Jana Salóme I. Jósepsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
- Olga Margrét Kristínard. Cilialögfræðingur ritaði fundargerð
Kisukot
Málsnúmer 2025010584Liður 1 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 4. mars 2025:
Lagður fram þjónustusamningur til eins árs um tímabundna meðhöndlun á köttum.
Bæjarráð samþykkti árið 2023 að hefja samningaviðræður við Kisukot þannig að starfseminni verði komið fyrir í húsnæði sem uppfyllir það að fá starfsleyfi. Bæjarráð fól forstöðumanni umhverfis- og sorpmála, verkefnastjóra umhverfis- og sorpmála og formanni bæjarráðs að vinna málið áfram.
Nú liggja fyrir drög að þjónustusamningi og minnisblað vegna málsins og er því vísað til bæjarráðs til umræðu og afgreiðslu.
Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi V-lista óskar bókað:
Það er brýnt að það verði tekið tillit til ákvæða laga og reglugerða sem varða náttúruvernd og dýravelferð þegar kemur að vinnu vegna dýra á vergangi.
Dýr sem komast ekki af á víðavangi án reglulegra fóðurgjafa geta ekki talist vera eðlilegur hluti af íslenskri náttúru.
Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar skipulagsráðs.
Fyrirspurn EFS varðandi fjárhagsleg áhrif kjarasamninga við kennara
Málsnúmer 2025040423Lagt fram erindi dagsett 8. apríl 2025 frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem óskað er eftir upplýsingum um fjárhagsleg áhrif nýgerðra kjarasamninga við kennara.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að taka saman umbeðnar upplýsingar og svara erindinu.
Fylgiskjöl
Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2022-2026
Málsnúmer 2023030583Lögð fram til umræðu fundargerð bæjarstjórnarfundar unga fólksins dagsett 25. mars 2025.
Bæjarráð vísar liðum 2, 3, 4, 5, 6, 7 og 8 til fræðslu- og lýðheilsuráðs.
Bæjarráð vísar liðum 9, 10, 11 og 12 til umhverfis- og mannvirkjaráðs.Fylgiskjöl
Gönguhópurinn Club 1010 - áskorun til bæjarstjórnar
Málsnúmer 2025040045Lagður fram undirskriftarlisti með 24 undirskriftum þar sem gönguhópurinn Club 1010 skorar á Akureyrarbæ að aðstoða Félag eldri borgara á Akureyri um kaup á húsnæði við Hólabraut þar sem áður var ÁTVR fyrir starfsemi félagsins.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
Málræktarsjóður - aðalfundur 2025
Málsnúmer 2025040422Lagt fram erindi dagsett 9. apríl 2025 þar sem Jóhannes B. Sigtryggsson f.h. Málræktarsjóðs boðar til aðalfundar sjóðsins miðvikudaginn 28. maí nk. Samkvæmt skipulagsskrá eiga samtök, fyrirtæki og stofnanir, sem lögðu sjóðnum til fé fyrir árslok 1992, rétt á að tilnefna einn mann í fulltrúaráðið. Fulltrúi Akureyjarbæjar á síðasta fundi var Hólmkell Hreinsson.
Bæjarráð felur Hólmkeli Hreinssyni amtsbókaverði að sækja aðalfundinn fyrir hönd bæjarins og tilnefnir hann í fulltrúaráðið.
Hafnasamlag Norðurlands 2025
Málsnúmer 2025020563Lögð fram til kynningar fundargerð 296. fundar Hafnasamlags Norðurlands sem haldinn var 8. apríl 2025.
Fylgiskjöl
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2025
Málsnúmer 2025020133Fundargerðir 973., 974., 975. og 976. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14., 19., 20. mars og 4. apríl 2025 lagðar fram til kynningar.
Fylgiskjöl
Frumvarp til laga um 271. mál - stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgöngu og byggðamála
Málsnúmer 2025040498Lagt fram til kynningar erindi dagsett 10. apríl 2025 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgöngu og byggðamála, 271. mál 2025.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 25. apríl nk. í gegnum umsagnargátt Alþingis.