• Kl. 16:00 - 17:45
  • Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 3562

Nefndarmenn

    • Halla Björk Reynisdóttirforseti bæjarstjórnar
    • Heimir Örn Árnason
    • Finnur Aðalbjörnsson
    • Jón Hjaltason
    • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
    • Gunnar Már Gunnarsson
    • Andri Teitsson
    • Hilda Jana Gísladóttir
    • Hulda Elma Eysteinsdóttir
    • Lára Halldóra Eiríksdóttir
    • Sunna Hlín Jóhannesdóttir

Starfsmenn

    • Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
    • Olga Margrét Kristínard. Cilialögfræðingur ritaði fundargerð
Finnur Aðalbjörnsson M-lista sat fundinn í forföllum Hlyns Jóhannssonar.
  • Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2024

    Málsnúmer 2024090414

    Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 10. apríl 2025:

    Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2024.

    Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Þá sat Þorsteinn Þorsteinsson endurskoðandi hjá KPMG fundinn undir þessum lið.

    Bæjarfulltrúinn Halla Björk Reynisdóttir sat fundinn undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundarbúnað.

    Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2024 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.



    Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri kynnti ársreikning.



    Til máls tóku Gunnar Már Gunnarsson, Hilda Jana Gísladóttir, Hulda Elma Eysteinsdóttir, Heimir Örn Árnason, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Jón Hjaltason, Finnur Aðalbjörnsson, Andri Teitsson og Halla Björk Reynisdóttir.

    Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa ársreikningi bæjarins fyrir árið 2024 til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn.

    Fylgiskjöl
  • Hlíðarfjall - stækkun á deiliskipulagi

    Málsnúmer 2024021058

    Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. apríl 2025:

    Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hlíðarfjalls sem felst í að skipulagssvæðið stækkar um 8,6 ha til austurs og afmörkuð er lóð með byggingarreit fyrir sleðabraut frá bílastæði norðan Skíðastaða og niður hlíðina til austurs. Auk sleðabrautar er gert ráð fyrir tveimur allt að 30 fm þjónustuhúsum.

    Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hlíðarfjalls verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



    Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.



    Til máls tók Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir.

    Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hlíðarfjalls verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Fylgiskjöl
  • Fiskitangi - deiliskipulagsbreyting

    Málsnúmer 2024010498

    Liður 8 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. apríl 2025:

    Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis sunnan Glerár. Í breytingunni felst að lóð Fiskitanga 2 stækkar og er þar afmarkaður byggingarreitur fyrir allt að 1.200 fm vélageymslu. Þá breytist afmörkun lóðarinnar Fiskitangi 4 auk þess sem hætt er við breytingar á Hjalteyrargötu.

    Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er skipulagsfulltrúa falið að óska eftir umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs, Norðurorku, Vegagerðarinnar og lóðarhafa Fiskitanga 2 og 4.



    Andri Teitsson kynnti.

    Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis sunnan Glerár verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Fylgiskjöl
  • Síðubraut - deiliskipulagsbreyting vegna smáhýsa

    Málsnúmer 2025040184

    Liður 10 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. apríl 2025:

    Lögð fram drög að deiliskipulagsbreytingu fyrir Grænhól - athafnasvæði sem felur í sér að deiliskipulagssvæðið stækkar og útbúin er ný lóð fyrir húsnæði fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda.

    Þar sem umrætt svæði er í aðalskipulagi skilgreint sem íbúðarsvæði leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



    Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.



    Til máls tóku Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Halla Björk Reynisdóttir.

    Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Grænhól verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Fylgiskjöl
  • Hreinsunarátak í bæjarlandinu

    Málsnúmer 2024051689

    Rætt um hreinsunarátak.



    Málshefjandi er Sunna Hlín Jóhannesdóttir.



    Til máls tóku Andri Teitsson, Finnur Aðalbjörnsson, Hilda Jana Gísladóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Jón Hjaltason og Halla Björk Reynisdóttir.

    Bæjarstjórn fagnar átaksverkefni skipulagssviðs og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um tiltekt á iðnaðar- og athafnalóðum og hvetur bæjarbúa og fyrirtæki til þátttöku. Eins leggur bæjarstjórn áherslu á að Akureyrarbær og félagasamtök, sem eru með rekstrarsamning við Akureyrarbæ, gangi á undan með góðu fordæmi. Mikilvægt er að átaksverkefnið verði vel kynnt og að samhliða verði gert óvenju mikið úr árlegri vorhreinsun Akureyrarbæjar og bæjarbúar hvattir til þátttöku. Umræðu um að taka aftur upp umhverfisverðlaun Akureyrarbæjar vísað til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

  • Skýrsla bæjarstjóra

    Málsnúmer 2023010626

    Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.