Menning og listir
Menningin blómstrar, þroskar og kemur stöðugt á óvart

Listasafnið á Akureyri
Listasafnið á Akureyri er í eigu Akureyrarbæjar. Það er stærsta safn sinnar tegundar á Íslandi utan höfuðborgarsvæðisins. Í starfi safnsins er lögð áhersla á að virkja sem flesta til þátttöku og efla umræðu um samfélagið, menningu og listir.

Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar er eina atvinnuleikhús landsins utan höfuðborgarsvæðisins og hefur verið atvinnuleikhús frá árinu 1973. Það er rekið með stuðningi Akureyrarbæjar á grunni samnings við Menntamálaráðuneytið. Saga Leikfélagsins spannar yfir heila öld en félagið var stofnað árið 1908.